Þann 2. apríl 2020 tilkynnti Fredensborg ICE ehf. í fjölmiðlum að félagið mundi birta tilboðsyfirlit vegna yfirtökutilboðs í alla hluti hluthafa í Heimavöllum hf., kt. 440315-1190, þann 6. apríl 2020. Meðfylgjandi er yfirtökutilboð Fredensborg ICE ehf. ásamt enskri þýðingu þess.
Framangreind gögn verða aðgengileg á heimasíðu umsjónaraðila yfirtökutilboðsins, Arctica Finance, www.arctica.is og munu hluthafar sem hyggjast taka tilboðinu geta samþykkt það í gegnum sömu heimasíðu. Að auki verða meðfylgjandi gögnin birt á heimasíðu Heimavalla (www.heimavellir.is).
Frekari upplýsingar veitir
Jón Þór Sigurvinsson,
forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance
jons@arctica.is / S:895-9242
Arctica Finance
Höfðatorg, 15. Hæð
105 Reykjavík
Viðhengi