Eimskipafélagi Íslands hf. hefur borist tilkynning frá Íslandsbanka hf., sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Viðskiptavakinn mun halda inni verðtilboðum en nýta sér heimildir í samningi aðila til að víkja frá skilyrðum um verðbil og fjárhæðir viðskiptavaktar meðan óvenjulegar aðstæður ríkja á markaði.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is