Sjóvá hefur borist tilkynning frá Arion banka sem er annar aðila sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins sbr. tilkynningar Sjóvá til Kauphallar frá 3. desember 2019 og 20. febrúar 2020.
Hefur Arion banki tilkynnt að hann muni beita heimild í samningunum sem heimilar honum að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum, er varðar verðbil og fjárhæðir á meðan slíkt ástand varir.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is