Meðfylgjandi eru niðurstöður frá aðalfundi Símans hf. sem haldinn var fyrr í dag.
Sjálfkjörið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Jón Sigurðsson formaður stjórnar og Helga Valfells varaformaður stjórnar.
Stjórnin er þannig skipuð:
Sjálfkjörið var í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta starfsár en nefndina skipa:
Stjórn félagsins hefur jafnframt skipað Sverrir Briem í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta starfsár.
Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann sérhæfði sig í starfsmannavali og viðtalstækni hjá BI Norwegian Business School og hefur leyfi Landlæknis til að starfa sem sálfræðingur. Sverrir hefur starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi frá árinu 2012 og varð meðeigandi í byrjun árs 2019. Á árunum 2004-2006 var Sverrir viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Gott Fólk og starfaði í markaðsdeild Landsbankans frá 2006-2008. Fram til 2010 var Sverrir vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus en starfaði svo sem klínískur sálfræðingur í Noregi frá 2010 til 2012, þar til hann fór til Hagvangs. Hans sérsvið hjá Hagvangi hafa verið stjórnendaráðningar og aðrar lykilráðningar og hefur hann á undanförnum árum komið að fjölmörgum ráðningum í íslensku atvinnulífi.
Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi fundargerð.
Ársskýrsla Símans hf. fyrir árið 2019 hefur verið gefin út. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu félagsins á vefslóðinni: https://www.siminn.is/arsskyrslur/arsskyrsla-2019
Viðhengi