Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar á alþjóðavísu og þeirra áhrifa sem farið er að gæta í íslensku hagkerfi ríkir óvissa um birtar horfur félagsins fyrir rekstrarárið 2020 sem settar voru fram 13. febrúar sl. og eru þær því felldar úr gildi. Óvissan snýr einkum að afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem er háð þróun á eignamörkuðum. Í lok dags í gær 11. mars var afkoma af eignasöfnum félagsins óveruleg. Ákveðið hefur verið að uppfæra ekki horfur félagsins fyrr en betur er komið í ljós hver skammtíma- og langtímaáhrif verða á íslenskt hagkerfi. Eftir sem áður er félagið fjárhagslega sterkt og vel í stakk búið til að mæta þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir með afar traustan rekstur og efnahag.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 844-2136, fjarfestar@sjova.is