Heimavellir hf., hafa birt tvær verðbréfalýsingar í tengslum við umsókn um að skuldabréf í fimmtu útgáfu skuldabréfaflokksins HEIMA071225, að nafnverði 1.320.000.000 kr. og skuldabréf í annarri útgáfu skuldabréfaflokksins HEIMA071248, að nafnverði 1.740.000.000 kr., verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Verðbréfalýsingarnar eru báðar dagsettar 12. mars 2020, hafa þær verið staðfestar að Fjármálaeftirlitinu. Verðbréfalýsingarnar eru á íslensku og hafa þær verið gefnar út og birtar rafrænt á vefsíðu Heimavalla hf. á vefslóðinni: https://www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/skuldabrefautbod. Lýsingarnar má nálgast á vefslóðinni næstu 12 mánuði. Áformar útgefandi að skuldabréf í fimmtu útgáfu skuldabréfaflokksins HEIMA071225 og annarri útgáfu skuldabréfaflokksins HEIMA 071248 verði tekin til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf. þann 13. mars 2020.
Útgefandi skuldabréfanna í báðum ofangreindum flokkum eru Heimavellir hf. Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokkinum HEIMA071225, sem öll hafa verið seld, er 4.660.000.000 kr. að nafnverði eftir útgáfuna. Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokkinum HEIMA071248, sem öll hafa verið seld, er 6.000.000.000 kr. að nafnverði eftir útgáfuna. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt í kerfum Verðbréfaskráningar Íslands hf. Skuldabréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining 20.000.000 kr. að nafnverði. ISIN-númer skuldabréfaflokksins HEIMA071225 er IS0000030799. ISIN-númer skuldabréfaflokksins HEIMA071248 er IS0000030807.
Nánari upplýsingar um Heimavelli hf. og skuldabréfaflokkana má finna í lýsingum sem samanstanda af útgefandalýsingu dagsettri 5. júní 2019, ásamt uppfærslum sem gerðar hafa verið við fyrrgreinda útgefandalýsingu, dagsettar 25. október 2019 og 24. febrúar 2020 og framangreindum verðbréfalýsingum dagsettum 12. mars 2020.
Fyrirtækjaráðgjöf fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með töku skuldabréfanna til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf.