Festi hf. - Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Festi hf. hefur sagt upp samningi sínum við Landsbankann hf. um viðskiptavakt með hlutabréf í Festi hf. og tekur uppsögnin gildi frá og með 11. mars 2020. Félagið mun áfram vera með samning við Arion banka hf. og hefur gert nýjan samning við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt með hlutabréf í Festi hf.

Nánari upplýsingar veitir: Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festi eggert@festi.is