Eimskipafélag Íslands hf. hefur endurnýjað samning við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt með hlutabréf félagsins og tekur samningurinn gildi frá og með 3. mars 2020.

Jafnframt hefur félagið sagt upp samningi um viðskiptavakt við Landsbankann hf. og tekur uppsögnin gildi frá og með 3. mars 2020.

Samningur félagsins við Íslandsbanka kveður á um að fjárhæð kaup- og sölutilboða skuli að lágmarki vera 50.000 kr., að nafnvirði á gengi sem bankinn ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða skal vera 1,5%. Ef viðskiptavakinn á viðskipti með bréf félagsins fyrir 400.000 kr. að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dagsins falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Íslandsbanka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn.

Samningurinn er ótímabundinn og uppsegjanlegur með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is