Samsett hlutfall* var 141,7% í janúar. Samsett hlutfall síðustu 12 mánaða er 102,6%. Hátt samsett hlutfall janúarmánaðar skýrist af tjónum vegna óveðurs, snjóflóða, alvarlegra umferðarslysa og neikvæðrar matsþróunar í slysatjónum.

Ávöxtun fjárfestingaeigna VÍS í janúar var 1,4%.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum tæplega 1,4 milljarð króna í tjónabætur í janúar.

*Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingastarfsemi sem hlutfall af iðgjöldum. Hafa skal í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast á milli mánaða.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir í síma 660 5260 eða með netfanginu erlat@vis.is.