Arion banki hefur ráðið Barclays, Goldman Sachs International og Morgan Stanley sem umsjónaraðila úgtáfu á skuldabréfum í bandaríkjadölum sem flokkast til viðbótar eiginfjárþáttar 1. Bréfin eru breytanleg í hlutabréf ef eiginfjárþáttur 1 fer niður fyrir 5,125%.  Útgáfan mun fá lánshæfiseinkunn frá S&P Global Rating og áætlar bankinn að hún verði BB. Fundir með fjárfestum í Evrópu og Asíu munu hefjast föstudaginn 14. febrúar. Gert er ráð fyrir að útgáfa AT1 skuldabréfanna eigi sér stað í kjölfar fundanna ef markaðaðstæður leyfa.

AT1 bréf teljast til viðbótar eiginfjárþáttar 1 samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Útgáfa bréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár í samræmi við markmið bankans.

Frekari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, IR@arionbanki.is, s. 856 6760

Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik.