Landsbankinn hefur gefið út Pillar III viðauka við áhættuskýrslu bankans fyrir árið 2019. Í viðaukanum má finna ítarlegar upplýsingar um útlánaáhættu, markaðsáhættu og lausafjáráhættu í samræmi við reglugerð nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja. Viðaukinn er á ensku og er birtur á rafrænu formi á vefsvæði bankans.