Landsbankinn hefur gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2019. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustjórnunar bankans og er henni ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans, eiginfjárstöðu hans og lausafjárstöðu.
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhættustaða Landsbankans hafi lækkað lítillega á árinu 2019, mælt sem hlutfall áhættugrunns af heildareignum, þrátt fyrir vöxt í lánasafni bankans. Allar stöður voru innan marka áhættuvilja bankans fyrir árið 2019. Skýrslan er á ensku og ber nafnið Risk and Capital Management 2019, Landsbankinn hf. Pillar III risk report.
Nánari upplýsingar veita:
Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, samskipti@landsbankinn.is og í síma 410 6263
Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, ir@landsbankinn.is og í síma 410 7310
Viðhengi