Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Jónína hefur verið framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans í um níu ár eða frá nóvember 2010. Hún mun láta af störfum föstudaginn 13. september næstkomandi.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka:

„Það hefur verið mikill fengur fyrir Arion banka að hafa notið reynslu og þekkingar Jónínu síðastliðin níu ár. Ég vil þakka henni góð störf í þágu bankans og óska henni velfarnaðar í framtíðinni.“


Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.