Eins og tilkynnt var um þann 10. maí 2019 hefur Roger Claessens nú tekið við stöðu framkvæmdastjóra alifuglaiðnaðar Marel af Anton de Weerd. Roger hefur jafnframt tekið sæti í framkvæmdastjórn Marel og heyrir hann beint undir Árna Odd Þórðarson forstjóra.

Roger Claessens hefur starfað hjá Marel í 18 ár og síðast gegndi hann stöðu forstöðumanns rannsóknar og þróunar alifuglaiðnaðar.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1,2 milljarði evra árið 2018 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992 og tvíhliða skráning hlutabréfa í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam fór fram í júní 2019.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.