Arion banki verður með víxlaútboð fimmtudaginn 11. júlí 2019. Um er að ræða víxla til 5 mánaða og 6 mánaða með gjalddaga 20. desember 2019 og 20. janúar 2020. Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið verdbrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 11. júlí en greiðslu- og uppgjörsdagur er 19. júlí 2019.
Nánari upplýsingar veitir Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, s. 444 6760