Fjármála- og áhættustýringarsvið leggur nú fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar – mars 2019. Uppgjörið er gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 343 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 165 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því 508 mkr lakari en áætlað var. Lakari niðurstaða skýrist einkum af lægri skatttekjum sem reyndust 22.832 mkr en áætlun gerði ráð fyrir 23.732 mkr á þessu tímabili. Lækkun skatttekna jan. – mars skýrist að töluverðu leyti með síðbúnum skilum á staðgreiðslu útsvars og mun ganga til baka að stórum hluta í apríl.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 168 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 734 mkr þannig að niðurstaðan var 902 mkr undir áætlun.

Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráð í dag í samræmi við tímaáætlun árshlutauppgjöra á árinu 2019.

Reykjavík, 27. maí 2019

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Káradóttir

Sviðstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs

sími 664-7701.

Viðhengi