Ríkissjóður Íslands hefur keypt eigin skuldabréf að nafnvirði rúmum 60 milljónum evra í skuldabréfaflokkinum “€750,000,000 2.50 per cent“ sem er á gjalddaga 15. júlí 2020, (ISIN: XS1086879167) á verðinu 103,112. Þann 5. júní bauðst ríkissjóður til að kaupa alla útistandandi fjárhæð eigin skuldabréfa sem gefin voru út árið 2014 og eru á gjalddaga í júlí 2020. Útboðið stóð til 12. júní. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 750 milljónum evra, en útistandandi nafnverðsfjárhæð, eftir fyrri uppkaup í desember 2017, var um 352 milljónir evra. Uppkaupin eru liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.