Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs hf. tilkynnti stjórn félagsins í dag um uppsögn sína. Hendrik hefur unnið fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem forstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, Magn, en síðustu 2 ár sem forstjóri bæði Skeljungs og Magn. Hendrik Egholm mun halda áfram að vinna fyrir félagið sem forstjóri Magn í Færeyjum. Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn.
Hendrik Egholm, fráfarandi forstjóri Skeljungs:
„Síðustu 2 ár sem forstjóri Skeljungs hafa verið bæði spennandi og skemmtileg. Ég hef notið þeirra ánægju að vinna með mjög hæfileikaríku og öflugu samstarfsfólki við að breyta og bæta rekstur Skeljungs, sem og að útfæra og innleiða stefnu fyrir samstæðuna. Fjöldi verkefna hafa verið hrundið af stað og þau kláruð með góðum árangri. Í ljósi þess að flest þeirra verkefna sem ég tók að mér fyrir 2 árum er nú lokið og með nýju eignarhaldi og nýrri stjórn til ég nú réttan tíma fyrir mig til að taka skref til baka og einbeita mér að starfi mínu sem forstjóri Magn.“
Jens Meinhard, stjórnarformaður Skeljungs:
„Ég vil þakka Hendrik fyrir vinnusemi hans og framúrskarandi árangur síðastliðin 2 ár sem forstjóri Skeljungs. Félagið er í dag á mun betri stað en þegar Hendrik tók við, fjárhagslega, rekstrarlega og hvað stefnu félagsins varðar. Hendrik hefur byggt upp sterkt stjórnendateymi í kringum sig og ég er fullviss um að með nýjum forstjóra, góðum stjórnendum og starfsfólki muni félagið halda áfram á þeirri góðri braut sem það er á í dag. “
Nánari upplýsingar veitir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður Skeljungs, jmr@skansi.fo.
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.