Landsbankinn lauk í dag skiptiútboði þar sem fjárfestar sem áttu samþykkt tilboð í útboði sértryggðra skuldabréfa bankans sem fram fór í gær áttu kost á að greiða fyrir skuldabréfin með afhendingu skuldabréfa í flokki LBANK CB 19 á fyrirframákveðna verðinu 100,755.
Niðurstaða skiptiútboðs er að Landsbankinn kaupir 1.200 m.kr. að nafnverði í flokki LBANK CB 19.
Áætlaður uppgjörsdagur er 23. maí 2019.