Í apríl var farþegafjöldi Icelandair 318 þúsund og jókst um 19%. Framboð var aukið um 8%. Sætanýting var 83,7% samanborið við 77,2% í apríl í fyrra. Ferðamannamarkaðurinn til Íslands var stærsti markaður félagsins í mars með 40% af heildarfarþegafjölda. Farþegum á þessum markaði fjölgaði um 39 þúsund á milli ára eða 44%. Farþegum fjölgaði einnig mikið á heimamarkaðinum frá Íslandi eða um 24 þúsund sem samsvarar 56% aukningu á milli ára. Fjöldi fluttra farþega á N-Atlantshafinu dróst aftur á móti saman á milli ára um tæp 13 þúsund eða 9%. Komustundvísi í leiðakerfi félagsins í apríl nam 67% samanborið við 76% í apríl á síðasta ári. Skýrist það af mikilli röskun sem varð á flugi vegna slæms veðurs á Íslandi í tvo daga.
Farþegar Air Iceland Connect voru 22 þúsund og fækkaði um 20% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 69,0% og jókst um 8,4 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 26% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári og viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust um 18%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 11%. Herbergjanýting var 69,2% samanborið við 70,7% í apríl 2018.
ICELANDAIR | APR 19 | BR. (%) | ÁTÞ 19 | BR. (%) |
Farþegar til Íslands | 128.242 | 44% | 439.488 | 21% |
Farþegar frá Íslandi | 66.944 | 56% | 181.659 | 23% |
Farþegar um Ísland | 123.124 | -9% | 399.892 | -4% |
Fjöldi farþega | 318.310 | 19% | 1.021.039 | 10% |
Sætanýting | 83,7% | 6,5 %-stig | 78,5% | 1,8 %-stig |
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) | 1.170,1 | 8% | 4.057,9 | 8% |
Seldir sætiskm. (RPK'000,000) | 978,8 | 17% | 3.184,8 | 11% |
Meðal flugleið (KM) | 3.152 | 1% | 3.125 | 1% |
Stundvísi (komur) | 67,0% | -9,5 %-stig | 75,0% | 1,8 %-stig |
AIR ICELAND CONNECT | APR 19 | BR. (%) | ÁTÞ 19 | BR. (%) |
Fjöldi farþega | 22.174 | -20% | 84.303 | -16% |
Sætanýting | 69,0% | 8,4 %-stig | 65,1% | 4,9 %-stig |
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) | 10,9 | -38% | 41,7 | -32% |
LEIGUFLUG | APR 19 | BR. (%) | ÁTÞ 19 | BR. (%) |
Flugvélanýting | 88,9% | -11,1 %-stig | 90,7% | -9,3 %-stig |
Seldir blokktímar | 2.363 | -26% | 9.841 | -17% |
FRAKTFLUTNINGAR | APR 19 | BR. (%) | ÁTÞ 19 | BR. (%) |
Seldir tonnkm. (FTK´000) | 11.190 | 18% | 43.534 | 9% |
HÓTEL | APR 19 | BR. (%) | ÁTÞ 19 | BR. (%) |
Framboðnar gistinætur | 32.027 | 13% | 127.269 | 18% |
Seldar gistinætur | 22.167 | 11% | 92.288 | 13% |
Herbergjanýting | 69,2% | -1,4 %-stig | 72,5% | -3,1 %-stig |
Upplýsingar: