Tilkynning þessi er birt í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, þar sem segir að hafi útgefandi hækkað eða lækkað hlutafé sitt eða fjölgað eða fækkað atkvæðum skuli hann, á síðasta viðskiptadegi þess mánaðar er breytingarnar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.
Á aðalfundi Arion banka hf. sem fram fór þann 20. mars 2019 var samþykkt lækkun á hlutafé félagsins um 186.000.000 kr. að nafnvirði, sem nemur 186.000.000 hlutum, til jöfnunar á eigin hlutum félagsins. Lækkunin hefur nú verið framkvæmd. Hlutafé félagsins lækkar því úr 2.000.000.000 kr. í 1.814.000.000 kr. að nafnvirði sem skiptist í jafnmarga hluti og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.
Nánari upplýsingar veita Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760, og Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.