Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið. Ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Ársreikning má finna í rafrænni ársskýrslu á landsvirkjun.is:
arsskyrsla2018.landsvirkjun.is

Jafnframt var Deloitte ehf. kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar að fenginni tillögu Ríkisendurskoðunar.

Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn stjórnarformaður

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir var kjörin varaformaður.

Arðgreiðsla fyrir árið 2018 4,25 milljarðar króna

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð um 4,25 milljarðar króna fyrir árið 2018 en síðustu ár hefur árleg arðgreiðsla verið 1,5 milljarðar króna.

Frekari upplýsingar:
Magnús Þór Gylfason
Yfirmaður samskiptasviðs
Magnus.Thor.Gylfason@landsvirkjun.is
5159000