Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. sem halda átti í dag 22. mars er frestað vegna veðurs um eina viku. Aðalfundurinn verður haldinn 29. mars 2019 á Goðlandi Fljótshlíð og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Setning aðalfundar, kosning starfsmanna fundarins og könnun á mætingu fulltrúa.
Tillögur:
Liður 6 í dagskrá: Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 13,26% arður af B-deild stofnsjóðs þar af er verðbótaþáttur 3,26% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 23.877.857,- eða 0,13 kr. á hvern útgefin hlut. Jafnframt að reiknaðir verði 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls kr. 17.672.512,- Arðleysisdagur er 1. apríl og arðréttindadagur er 2. apríl. Greiðsludagur arðs er 16. apríl n.k.
Reykjavík, 22. mars 2019.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.