Aðalfundur Símans hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 10:00 að Nauthól við Nauthólsvík, 101 Reykjavík.
Framboðsfrestur til stjórnar og í tilnefningarnefnd í Símanum hf. rann út þann 16. mars síðastliðinn kl. 10:00.
Framboð til stjórnar
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Er það mat stjórnar að framboðin séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga.
Samkvæmt samþykktum félagsins eru fimm í stjórn og er því sjálfkjörið í stjórn félagsins.
Framboð til tilnefningarnefndar
Í samræmi við starfsreglur tilnefninganefndar Símans hf. skulu tveir nefndarmenn kjörnir af aðalfundi á hverju ári.
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í tilnefninganefnd félagsins.
Er því sjálfkjörið í tilnefningarnefnd félagsins.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna á heimasíðu félagsins.