Aðalfundur Klappa grænna lausna hf. verður haldinn á Hotel Nordica, í ráðstefnusalnum Vox Club á jarðhæð, miðvikudaginn 10. apríl 2019, og hefst hann kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:
Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á grein 2.01.5 samþykkta félagsins um heimild til stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 50. m.kr. með útgáfu nýrra hluta í B-flokki hlutabréfa. Miðað er við að núverandi hluthafar falli frá forgangsrétti. Markmið með útboðinu er að styðja við dreifingu á hugbúnaði félagsins á alþjóðlegum mörkuðum og fjölga notendum.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 5. hæð, tveimur vikum fyrir aðalfund.
Öll gögn verða lögð fram fyrir hluthafa á síðunni www.klappir.is/fjarfestar.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 15.45. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í A-flokki hlutabréfa. B-hlutabréf hafa ekki atkvæðarétt.
Stjórn Klappa grænna lausna hf.