Í viku 10 keypti Marel hf. 567.408 eigin hluti að kaupverði 282.270.969 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
4.3.201909:37:56  100.000 495,0049.500.000
4.3.201909:39:17  7.950 495,003.935.250
4.3.201910:38:44  50.000 497,0024.850.000
4.3.201914:17:27  6.680 497,003.319.960
4.3.201914:51:57  4.020 497,501.999.950
4.3.201914:53:08  115.054 497,5057.239.365
5.3.201913:24:14  16.715 498,508.332.428
5.3.201913:24:14  500 498,50249.250
5.3.201913:24:14  20.000 498,509.970.000
5.3.201913:34:34  62.785 498,5031.298.323
5.3.201914:52:32  100.000 498,5049.850.000
5.3.201914:53:57  10.000 498,504.985.000
5.3.201914:54:39  73.704 498,5036.741.444
  Samtals   567.408   282.270.969

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 3. desember 2018 og er gerð í samræmi við heimild hluthafafundar Marel hf., þann 22. nóvember 2018.

Marel hf. átti 22.290.411 eigin hluti fyrir viðskiptin og á að þeim loknum 22.857.819 eigin hluti eða sem nemur 3,35% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni er nú lokið. Marel hf. hefur keypt samtals 16.167.269 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 2,37% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 6.671.781.709 kr. Marel á samtals 3,35% af heildarhlutafé félagsins sem er 682.585.921. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup félagsins á eigin bréfum nema að hámarki 17.305.940 hlutum eða sem nemur 2,5% af útgefnum hlutum í félaginu. Endurkaupaáætlunin var í gildi á tímabilinu 4. desember 2018 til og með 5. mars 2019. Gildistími áætlunarinnar er því liðinn.  

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar var í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Fjárfestatengsl:

Nánari upplýsingar veita Tinna Molphy og Marinó Þór Jakobsson í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563-8001.