Stefán Sigurðsson forstjóri hefur óskað eftir því að láta að störfum sem forstjóri Sýnar, frá og með 1. júní nk., samkvæmt samkomulagi við stjórn Sýnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðningu forstjóra í hans stað en ráðningarferli er hafið. Stefán mun verða stjórninni innan handar þar til nýr forstjóri er ráðinn.

Stjórn félagsins hefur falið Heiðari Guðjónssyni stjórnarformanni að annast í auknum mæli skipulag félagsins og gæta þess að rekstur þess sé í réttu og góðu horfi fram að ráðningu nýs forstjóra.