Stjórn Heimavalla barst í dag erindi frá þremur hluthöfum þar sem farið er fram á við stjórn félagsins að hún boði til hluthafafundar þar sem tillaga verður gerð um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland hf. eða að slík tillaga verði sett á dagskrá aðalfundar þann 14.mars 2019.
Að auki komu fram upplýsingar um valfrjálst tilboð í hlutabréf Heimavalla hf. sem lagt verður fram í samræmi við ákvæði X. kafla laga um verðbréfaviðskipti.
Stjórn Heimavalla mun taka ofangeint erindi til afgreiðslu á næstu dögum í samræmi við 85. gr. l. nr. 2/1995 um hlutafélög.
Meðfylgjandi er tilkynning sem barst með erindi hluthafanna.
Nánari upplýsingar veitir:
Erlendur Magnússon, stjórnarformaður
s:860-3355
Viðhengi