Arion banki hefur í dag gefið út skuldabréf að upphæð 750 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til 3 ára og gefin út undir Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Skuldarbréfin bera 1,82% álag yfir NIBOR millibankavexti. Danske bank sá um útgáfuna.
Í verðlagningu lána í erlendri mynt til viðskiptavina þarf bankinn að horfa til þess að til viðbótar 1,82% álagi á millibankavexti bætist bankaskattur sem nemur 0,376% af fjárhæð útgáfu.
Nánari upplýsingar veita Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 444 6760