Eins og greint var frá í tengslum við birtingu uppgjörs bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2018 og í fréttatilkynningu í nóvember, þar sem tilkynnt var um ráðningu Citi sem söluráðgjafa bankans í tengslum við fyrirhugaða sölu á dótturfélaginu Valitor Holding hf. (Valitor), hefur bankinn hafið söluferli Valitor. Samkvæmt IFRS mun Valitor vera skilgreint sem eign til sölu og aflögð starfsemi í ársuppgjöri bankans fyrir árið 2018, rekstrarreikningurinn endurflokkaður og rekstraráhrifin sýnd sem aflögð starfsemi. Samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2017 verða endurflokkaðar í samstæðureikningnum fyrir árið 2018 sem og rekstrareikningar samstæðunnar fyrir alla ársfjórðunga 2017 og 2018.

   

Endurflokkun árs- og árshlutareikninga

Um leið og Valitor var skilgreint sem eign til sölu og aflögð starfsemi breyttist framsetning rekstrarreiknings samstæðunnar. Afkoma Valitor mun birtast í einni línu sem afkoma af aflagðri starfsemi, eftir skatta.

Endurflokkaðir rekstrarreikningar samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018 og allt árið 2017:

Rekstrarreikningur samstæðunnar      
   Endur-  Endur- 
 í millj.kr. flokkaðurBirtur flokkaðurBirtur
   9M 20189M 2018 12M 201712M 2017
 Vaxtatekjur 42,967 43,652  56,028 57,089
 Vaxtagjöld (21,617)(21,686) (27,107)(27,254)
Hreinar vaxtatekjur 21,350 21,966  28,921 29,835
 Þóknanatekjur 8,594 24,789  11,619 29,777
 Þóknanagjöld (990)(12,509) (1,408)(14,420)
Hreinar þóknanatekjur 7,604 12,280  10,211 15,357
 Hreinar fjármunatekjur 3,075 2,849  4,045 4,091
 Hreinar tekjur af tryggingum 1,885 1,885  2,093 2,093
 Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga og hrein virðisbreyting16 18  (927)(925)
 Aðrar tekjur 1,290 1,310  2,520 2,927
Aðrar hreinar rekstartekjur 6,266 6,062  7,731 8,186
Rekstrartekjur 35,220 40,308  46,863 53,378
 Laun og tengd gjöld (10,694)(13,815) (13,602)(17,189)
 Annar rekstrarkostnaður (8,985)(11,777) (9,291)(12,772)
Rekstarkostnaður (19,679)(25,592) (22,893)(29,961)
 Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki (2,621)(2,621) (3,172)(3,172)
 Hrein virðisbreyting (2,952)(2,969) 312 186
Hagnaður fyrir skatta 9,968 9,126  21,110 20,431
 Tekjuskattur (3,165)(3,078) (5,966)(5,806)
Hagnaður af áframhaldandi starfsemi 6,803 6,048  15,144 14,625
 Afkoma af aflagðri starfsemi, eftir skatta (643)112  (725)(206)
Hagnaður 6,160 6,160  14,419 14,419
        
Kennitölur      
 Arðsemi eigin fjár 3.9%3.9% 6.6%6.6%
 Kostnaðarhlutfall 55.9%63.5% 48.9%56.1%


Helstu áhrif af endurflokkun rekstrarreiknings samstæðunnar eru á hreinar þóknanatekjur (38% lækkun á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og 34% lækkun á árinu 2017) og rekstrarkostnað (23% lækkun á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og 24% lækkun á árinu 2017).

Í efnahagsreikningi bankans frá og með 31. desember 2018 munu heildareignir Valitor verða sýndar sem Fastafjármunir til sölu og aflögð starfsemi (30.9.2018:  44.374 m.kr.) og skuldir félagsins sem skuldir félaga til sölu og aflögð starfsemi (30.9.2018:  26.762 m.kr.).

Endurflokkaðir rekstrarreikningar samstæðunnar fyrir alla ársfjórðunga ársins 2017 og fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2018 eru nú aðgengilegir á arionbanki.is undir Fjárfestatengsl.

Fjárhagsleg markmið Arion Banka næstu 3-5 árin haldast óbreytt í kjölfar þessara breytinga.

Uppgjör samstæðu Arion banka fyrir árið 2018 mun verða birt þann 13. febrúar 2019 í samræmi við ofangreinda endurflokkun.

Nánari upplýsingar veita Sture Stolen, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is eða Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.