Eins og greint var frá í tengslum við birtingu uppgjörs bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2018 og í fréttatilkynningu í nóvember, þar sem tilkynnt var um ráðningu Citi sem söluráðgjafa bankans í tengslum við fyrirhugaða sölu á dótturfélaginu Valitor Holding hf. (Valitor), hefur bankinn hafið söluferli Valitor. Samkvæmt IFRS mun Valitor vera skilgreint sem eign til sölu og aflögð starfsemi í ársuppgjöri bankans fyrir árið 2018, rekstrarreikningurinn endurflokkaður og rekstraráhrifin sýnd sem aflögð starfsemi. Samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2017 verða endurflokkaðar í samstæðureikningnum fyrir árið 2018 sem og rekstrareikningar samstæðunnar fyrir alla ársfjórðunga 2017 og 2018.
Endurflokkun árs- og árshlutareikninga
Um leið og Valitor var skilgreint sem eign til sölu og aflögð starfsemi breyttist framsetning rekstrarreiknings samstæðunnar. Afkoma Valitor mun birtast í einni línu sem afkoma af aflagðri starfsemi, eftir skatta.
Endurflokkaðir rekstrarreikningar samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018 og allt árið 2017:
Rekstrarreikningur samstæðunnar | |||||||
Endur- | Endur- | ||||||
í millj.kr. | flokkaður | Birtur | flokkaður | Birtur | |||
9M 2018 | 9M 2018 | 12M 2017 | 12M 2017 | ||||
Vaxtatekjur | 42,967 | 43,652 | 56,028 | 57,089 | |||
Vaxtagjöld | (21,617) | (21,686) | (27,107) | (27,254) | |||
Hreinar vaxtatekjur | 21,350 | 21,966 | 28,921 | 29,835 | |||
Þóknanatekjur | 8,594 | 24,789 | 11,619 | 29,777 | |||
Þóknanagjöld | (990) | (12,509) | (1,408) | (14,420) | |||
Hreinar þóknanatekjur | 7,604 | 12,280 | 10,211 | 15,357 | |||
Hreinar fjármunatekjur | 3,075 | 2,849 | 4,045 | 4,091 | |||
Hreinar tekjur af tryggingum | 1,885 | 1,885 | 2,093 | 2,093 | |||
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga og hrein virðisbreyting | 16 | 18 | (927) | (925) | |||
Aðrar tekjur | 1,290 | 1,310 | 2,520 | 2,927 | |||
Aðrar hreinar rekstartekjur | 6,266 | 6,062 | 7,731 | 8,186 | |||
Rekstrartekjur | 35,220 | 40,308 | 46,863 | 53,378 | |||
Laun og tengd gjöld | (10,694) | (13,815) | (13,602) | (17,189) | |||
Annar rekstrarkostnaður | (8,985) | (11,777) | (9,291) | (12,772) | |||
Rekstarkostnaður | (19,679) | (25,592) | (22,893) | (29,961) | |||
Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki | (2,621) | (2,621) | (3,172) | (3,172) | |||
Hrein virðisbreyting | (2,952) | (2,969) | 312 | 186 | |||
Hagnaður fyrir skatta | 9,968 | 9,126 | 21,110 | 20,431 | |||
Tekjuskattur | (3,165) | (3,078) | (5,966) | (5,806) | |||
Hagnaður af áframhaldandi starfsemi | 6,803 | 6,048 | 15,144 | 14,625 | |||
Afkoma af aflagðri starfsemi, eftir skatta | (643) | 112 | (725) | (206) | |||
Hagnaður | 6,160 | 6,160 | 14,419 | 14,419 | |||
Kennitölur | |||||||
Arðsemi eigin fjár | 3.9% | 3.9% | 6.6% | 6.6% | |||
Kostnaðarhlutfall | 55.9% | 63.5% | 48.9% | 56.1% |
Helstu áhrif af endurflokkun rekstrarreiknings samstæðunnar eru á hreinar þóknanatekjur (38% lækkun á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og 34% lækkun á árinu 2017) og rekstrarkostnað (23% lækkun á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og 24% lækkun á árinu 2017).
Í efnahagsreikningi bankans frá og með 31. desember 2018 munu heildareignir Valitor verða sýndar sem Fastafjármunir til sölu og aflögð starfsemi (30.9.2018: 44.374 m.kr.) og skuldir félagsins sem skuldir félaga til sölu og aflögð starfsemi (30.9.2018: 26.762 m.kr.).
Endurflokkaðir rekstrarreikningar samstæðunnar fyrir alla ársfjórðunga ársins 2017 og fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2018 eru nú aðgengilegir á arionbanki.is undir Fjárfestatengsl.
Fjárhagsleg markmið Arion Banka næstu 3-5 árin haldast óbreytt í kjölfar þessara breytinga.
Uppgjör samstæðu Arion banka fyrir árið 2018 mun verða birt þann 13. febrúar 2019 í samræmi við ofangreinda endurflokkun.
Nánari upplýsingar veita Sture Stolen, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is eða Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.