Reykjavík, föstudagur, 28. desember, 2018 -- Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) gefur reglulega út viðskiptayfirlit fyrir kauphallir sínar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.  Dregin hafa verið saman helstu atriði yfir viðskipti á Nasdaq Iceland á liðnu ári, 2018.

Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskipta og skráninga hjá Nasdaq Iceland: „Vöxtur hlutabréfamarkaðar hélt áfram á árinu með þremur tímamótaskráningum. Kvika banki varð fyrsti bankinn til að vera skráður á markað eftir fjármálakreppuna, Heimavellir urðu fyrsta íbúðaleigufélagið til að fara á markað og Arion banki varð fyrsta félagið í yfir áratug til að verða samhliða skráð í tveimur kauphöllum Nasdaq á Norðulöndunum. Við horfum til frekari uppbyggingar á næsta ári. Skráningarhorfur eru góðar og smærri félög líta í auknum mæli til skráningar á First North markaðinn. Hugmyndir í Hvítbók um hvernig megi virkja verðbréfamarkaðinn í meira mæli lofa góðu og við verðum vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar ákvörðunnar FTSE vísitölufyrirtækisins að taka íslensk félög inn í vísitölur sínar á næsta ári. Umfang bæði hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipta var minna í ár en á síðasta ári en við teljum þar um tímabundna þætti að ræða og þá sérstaklega auknar fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis og innflæðishöft. Höftin halda mjög aftur af þátttöku erlendra aðila á íslenska markaðnum sem aftur stendur í vegi fyrir fjármögnun íslenskra fyrirtækja á skuldabréfamarkaði“.

Hlutabréf

Verðbreytingar hlutabréfa á árinu 2018*:

Hækkanir     Lækkanir    
  % breyting     % breyting  
Iceland Seafood International 34,1% Sláturfélag suðurlands -3,2%
Hagar 30,3% HB Grandi -3,7%
Marel 14,6% Origo -5,4%
Skeljungur 9,2% Arion banki -6,0%
Kvika banki 8,2% Eimskipafélag Íslands -9,0%
Festi 1,3% Síminn -9,3%
Hampiðjan 0,0% Klappir Grænar Lausnir -10,3%
      Vátryggingafélag Íslands -13,2%
      Reitir fasteignafélag -14,7%
      Sjóvá-Almennar tryggingar -15,8%
      Reginn -17,7%
      Eik fasteignafélag -18,6%
      Heimavellir -18,7%
      Tryggingamiðstöðin -21,3%
      Icelandair Group -34,9%
      Sýn -38,3%
           

*Í tilfelli félaga sem skráð voru á árinu er um að ræða breytingu frá útboðsgengi ef útboð var haldið í aðdraganda skráningar en annrs breytingu frá dagslokaverði á skráningardegi.

Skuldabréf

 

Gleðilegt nýtt ár – þökkum fyrir góð samskipti á liðnu ári

#

 

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 4,000 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 15 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI
          Kristín Jóhannsdóttir
          868 9836
          kristin.johannsdottir@nasdaq.com