Reykjavík, föstudagur, 28. desember, 2018 -- Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) gefur reglulega út viðskiptayfirlit fyrir kauphallir sínar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Dregin hafa verið saman helstu atriði yfir viðskipti á Nasdaq Iceland á liðnu ári, 2018.
Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskipta og skráninga hjá Nasdaq Iceland: „Vöxtur hlutabréfamarkaðar hélt áfram á árinu með þremur tímamótaskráningum. Kvika banki varð fyrsti bankinn til að vera skráður á markað eftir fjármálakreppuna, Heimavellir urðu fyrsta íbúðaleigufélagið til að fara á markað og Arion banki varð fyrsta félagið í yfir áratug til að verða samhliða skráð í tveimur kauphöllum Nasdaq á Norðulöndunum. Við horfum til frekari uppbyggingar á næsta ári. Skráningarhorfur eru góðar og smærri félög líta í auknum mæli til skráningar á First North markaðinn. Hugmyndir í Hvítbók um hvernig megi virkja verðbréfamarkaðinn í meira mæli lofa góðu og við verðum vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar ákvörðunnar FTSE vísitölufyrirtækisins að taka íslensk félög inn í vísitölur sínar á næsta ári. Umfang bæði hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipta var minna í ár en á síðasta ári en við teljum þar um tímabundna þætti að ræða og þá sérstaklega auknar fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis og innflæðishöft. Höftin halda mjög aftur af þátttöku erlendra aðila á íslenska markaðnum sem aftur stendur í vegi fyrir fjármögnun íslenskra fyrirtækja á skuldabréfamarkaði“.
Hlutabréf
Verðbreytingar hlutabréfa á árinu 2018*:
Hækkanir | Lækkanir | ||||
% breyting | % breyting | ||||
Iceland Seafood International | 34,1% | ↑ | Sláturfélag suðurlands | -3,2% | ↓ |
Hagar | 30,3% | ↑ | HB Grandi | -3,7% | ↓ |
Marel | 14,6% | ↑ | Origo | -5,4% | ↓ |
Skeljungur | 9,2% | ↑ | Arion banki | -6,0% | ↓ |
Kvika banki | 8,2% | ↑ | Eimskipafélag Íslands | -9,0% | ↓ |
Festi | 1,3% | ↑ | Síminn | -9,3% | ↓ |
Hampiðjan | 0,0% | → | Klappir Grænar Lausnir | -10,3% | ↓ |
Vátryggingafélag Íslands | -13,2% | ↓ | |||
Reitir fasteignafélag | -14,7% | ↓ | |||
Sjóvá-Almennar tryggingar | -15,8% | ↓ | |||
Reginn | -17,7% | ↓ | |||
Eik fasteignafélag | -18,6% | ↓ | |||
Heimavellir | -18,7% | ↓ | |||
Tryggingamiðstöðin | -21,3% | ↓ | |||
Icelandair Group | -34,9% | ↓ | |||
Sýn | -38,3% | ↓ | |||
*Í tilfelli félaga sem skráð voru á árinu er um að ræða breytingu frá útboðsgengi ef útboð var haldið í aðdraganda skráningar en annrs breytingu frá dagslokaverði á skráningardegi.
Skuldabréf
Gleðilegt nýtt ár – þökkum fyrir góð samskipti á liðnu ári
#
Um Nasdaq
Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 4,000 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 15 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/
Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur
Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.
Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
FJÖLMIÐLASAMSKIPTI
Kristín Jóhannsdóttir
868 9836
kristin.johannsdottir@nasdaq.com