Arion banki stefnir á að kaupa til baka skuldabréf að fjárhæð allt að 150 milljónir evra. Hefur bankinn svigrúm til að samþykkja endurkaup fyrir lægri fjárhæð, hærri fjárhæð eða beita hlutfallslegum niðurskurði. Tilboðið til skuldabréfaeigenda mun gilda til klukkan 16:00 þann 17. desember nk. Niðurstaða verður tilkynnt þann 18. desember og uppgjör fer fram þann 20. desember nk.

J.P Morgan og Nomura International munu sjá um endurkaupin fyrir hönd bankans.


Nánari upplýsingar veita Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760 og Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.