Hluthafafundur í Vátryggingafélagi Íslands hf. verður haldinn 14. desember 2018
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn á skrifstofu félagsins að Ármúla 3, Reykjavík, þann 14. desember 2018 og hefst hann stundvíslega kl. 16:00.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
Valdimar Svavarsson, stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands:
„Með boðun þessari hefur stjórn VÍS orðið við beiðni tveggja hluthafa sem óskuðu með bréfi til félagsins þann 5. nóvember síðastliðinn um að boðað yrði til hluthafafundar og að stjórnarkjör yrði sett á dagskrá. Beiðni þessi kom fram eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni þann 25. október síðastliðinn
Í samtölum sem ég hef átt við hluthafa undanfarna daga hefur komið fram mikil ánægja og stuðningur við þá vegferð sem VÍS er á um þessar mundir. Félagið hefur náð góðum árangri á mörgum sviðum og til að svo megi áfram verða þarf sterka og samheldna stjórn sem nýtur stuðnings breiðs hóps hluthafa.
Fyrirhugaður hluthafafundur gefur hluthöfum gott tækifæri til að gefa nýrri stjórn VÍS skýrt umboð til að halda áfram á þeirri vegferð sem vörðuð hefur verið undanfarin misseri, hluthöfum, starfsmönnum og viðskiptavinum VÍS til heilla.
Tilnefningnefnd VÍS mun nú taka til starfa og fara yfir framboð til stjórnar með tilliti til bestu samsetningar hæfni, reynslu og þekkingar, þannig að hún geti lagt fyrir hluthafafundinn tillögu sem líkleg er að fá breiðan stuðning hluthafa.
Núverandi stjórnarmenn munu allir bjóða sig fram til áframhaldandi starfa.“
Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105.
Viðhengi