Á stjórnarfundi í dag tók Jóhanna á Bergi sæti í aðalstjórn Eimskips, en hún hefur setið í varastjórn félagsins frá árinu 2013. Hún er framkvæmdastjóri flugfélagsins Atlantic Airways í Færeyjum, en var áður framkvæmdastjóri P/f Faroe Ship, dótturfélags Eimskips í Færeyjum. Nánari upplýsingar um Jóhönnu má finna á fjárfestasíðu félagsins.
Þá hefur stjórn félagsins kosið Hrund Rudolfsdóttur varaformann stjórnar, í stað Víglundar Þorsteinssonar sem lést fyrir skömmu.