Arion banki hefur ráðið Nordea, SEB og Swedbank til að kanna möguleika Arion banka á útgáfu skuldabréfa í sænskum krónum sem falla undir eiginfjárþátt 2. Áætlað er að skuldabréfin fái lánshæfiseinkuninna BBB- frá Standard & Poor’s og verður útgáfa skuldabréfsins af EMTN útgáfuramma Arion banka. Fundir verða með fjárfestum í Stokkhólmi, Osló og Helsinki 12 og 13 nóvember næstkomandi. Stefnt er að útgáfu skuldabréfanna á næstunni, að teknu tillit til markaðsaðstæðna.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 444-7108.