Fjárhagsáætlun 2019 – 2022
Hjálögð tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2020-2022 lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 7. nóvember 2018 og er byggð á grunni þess fjárhagsramma sem nefndum sveitarfélagsins var ætlað að laga sig að í endanlegri áætlanagerð.
Lykilmarkmið bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs undanfarin ár:
- Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili.
-
- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 er rekstarjöfnuður áranna 2017-2019 jákvæður um 619 millj. kr. fyrir samstæðu A- og B- hluta og 388 millj. kr í A hluta fyrir sama tímabil.
- Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera á bilinu 15 – 20%.
- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 verður framlegðarhlutfall A-hluta 13% og í samstæðu A og B hluta 18,7%.
- Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur afborgunum og vöxtum af langtímalánum.
- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 mun veltufé frá rekstri nema 687 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 532 millj. kr. í samstæðu A og B hluta. Í A hluta nemur veltufé frá rekstri um 442 millj. kr. en greiðslur vegna skuldbindinga nema um 366 millj. kr.
- Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af skilgreindum tekjum.
-
- Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 verður skuldaviðmið samstæðu A og B hluta skv. reglugerð 143% í árslok og er undir þeim viðmiðunum sem kröfur eru gerðar um skv. Sveitarstjórnarlögum.
- Skuldahlutfall A-hluta í árslok 2019 verður 117% og í samstæðu fyrir A og B hluta nemur skuldahlutfallið um 172%.
- Árið 2022 er skuldahlutfall samstæðu A og B hluta áætlað að verði um 135%. Skuldahlutfall A hluta er áætlað að verði 90% í árslok 2022.
- Skuldahlutfall A hluta, sem er hinn eiginlegi sveitarsjóður, fór niður fyrir 150% á árinu 2016.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2019-2022
- Rekstarafkoma A og B hluta samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er jákvæð á árinu 2019 um 160 millj. kr. Þar af er afkoma af rekstri A hluta jákvæð um 85 millj. kr.
- Skatttekjur hækka um 194 millj. kr. á milli áranna 2018 og 2019 og nema 3.770 millj. kr. sem er 5,4% hækkun.
- Útsvarstekjur nema 2.010 millj. kr. og hækka um 7,3% miðað við útkomuspá fyrir árið 2018.
- Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 412 millj. kr. sem er 11,5% hækkun frá 2018.
- Framlög Jöfnunarsjóðs nema 1.312 millj. kr. sem er 0,9% hækkun frá áætlaðri útkomu 2018.
- Innri leiga á málaflokka í rammaáætlun hækkar almennt um 1,6% frá áætlun ársins 2018.
- Í útkomuspá launa fyrir árið 2018 er áætluð niðurstaða um 2.345 millj. kr. en verða um 2.531 millj. kr. á árinu 2019 sem gerir um 7,9% hækkun á milli ára. Stöðugildi eru áætluð um 279 samanborið við 277 árið 2018.
- Framlegð (EBITDA) í A hluta er áætluð 553 millj. kr. eða 13% og í samstæðu A og B hluta er framlegð áætluð 874 millj. kr. eða 18,7%.
Fjármagnsliðir:
Í forsendum fjárhagsáætlunar er verðbólga áætluð 3,6% á árinu 2019. Árið 2020 er gert ráð fyrir 3,3% verðbólgu og 2021 er miðað við 2,6% verðbólgu. Árið 2022 er gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu. Greiddir vextir miðast við þá lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gengi íslensku krónunnar á tímabilinu.
Önnur atriði sem einkenna áætlun 2019:
Ef farið er í gegnum frekari greiningu á þeirri áætlun sem hér er lögð fram eru nokkur almenn atriði sem vert er að geta:
- Fjárfestingar ársins 2019 í Eignasjóði eru áætlaðar 220 millj. kr. Meðal stærri framkvæmda sem áform eru um að hefjist á árinu 2019 og næstu 2 árin á eftir eru viðbygging við Leikskólann Hádegishöfða og fimleikahús auk útikörfuboltavallar. Er kostnaður þessara verkefna áætlaður um 572 millj. kr og ljúki að mestu á árinu 2021. Á árinu 2018 var gengið frá samningi við Ríkið um menningarhús en þar er um að ræða uppbyggingu á aðstöðu í Sláturhúsinu og Safnahúsinu en það verkefni er áætlað að kosti um 442 millj. kr. sem hefst á næsta ári og lýkur á árinu 2022. Síðan eru nýframkvæmdir í gatnagerð einnig á forgangslista næstu ára og er áætlað að verja 166 millj. kr til þeirra verkefna á næstu 4 árum en á móti koma tekjur af gatnagerðargjöldum upp á um 65 millj. kr. Hitaveita Egilsstaða og Fella gerir ráð fyrir að verja 209 millj. kr. í fjárfestinga á næsta ári sem er að stórum hluta 1. áfangi í heildarlausn á útrásum fráveitu. Til félagslegra íbúða er áætlað að verja 15 millj. kr. í endurbyggingu eigna.
- Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er gert ráð fyrir 170 millj. kr. lántöku hjá A hluta vegna fjárfestinga á árinu 2019. Þar af eru 100 millj. vegna fjármögnunar á hlutdeild sveitarfélagsinsi í hallrarekstri lífeyrissjóðsins Brúar. Því er í raun 70 millj. kr. vegna fjárfestinga á árinu 2019. HEF mun þurfa 100 millj. kr. lántöku til að mæta fjárfestingaþörf á árinu 2019.
Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.