Hluthafafundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn föstudaginn 26. október 2018 í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, og hefst kl. 8:30.

Framboðsfrestur vegna tilnefningarnefndar Sjóvá rann út þann 21. október 2018. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í tilnefningarnefnd félagsins:

Jón Birgir Guðmundsson kt. 280570-3709
Katrín S. Óladóttir kt. 201053-5609
Vilborg Lofts kt. 121256-3129

Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.

Samkvæmt tillögum stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins, sem lagðar verða fyrir hluthafafundinn, skipa þrír aðilar tilnefningarnefnd. Aðeins bárust þrjú framboð til tilnefningarnefndar og teljast frambjóðendur því sjálfkjörnir á hluthafafundi 26. október 2018, að því gefnu að hluthafafundur samþykki að innan félagsins skuli starfa tilnefningarnefnd og samþykki breytingar á samþykktum.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í meðfylgjandi viðhengi.

Önnur fundargögn og annað sem varðar hluthafafundinn er að finna á vefsvæði félagsins www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir.

Reykjavík, 23. október 2018.
Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf.

Viðhengi