VÍS mun birta uppgjör þriðja ársfjórðungs eftir lokun markaðar þann 24. október næstkomandi.

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 25. október, í húsnæði félagsins, Ármúla 3, kl. 8:30.

Á fundinum mun Helgi Bjarnason forstjóri kynna uppgjör félagsins og svara spurningum.

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á íslensku og á ensku á heimasíðu VÍS: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestar/. Að auki verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vefslóðinni: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestafundur

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5105.