Arion banki hf. lauk í dag, þriðjudag, útboði á víxlum til tólf, sex og fimm mánaða.  Í heild bárust 23 tilboð upp á 4.720 milljónir kr. og var tilboðum tekið fyrir 3.800 milljónir kr.

Í heild bárust 7 tilboð í 5 mánaða víxilinn að fjárhæð 1.080 milljónir kr., á flötum vöxtum á bilinu 4,34% - 4,50%.  Samþykkt voru tilboð að nafnverði 860 milljónir á 4,45% flötum vöxtum.

Í heild bárust 14 tilboð í 6 mánaða víxilinn að fjárhæð 3.460 milljónir kr., á flötum vöxtum á bilinu 4,39% - 4,57%.  Samþykkt voru tilboð að nafnverði 2.940 milljónir á 4,55% flötum vöxtum.

Í heild bárust 2 tilboð í 12 mánaða víxilinn að fjárhæð 180 milljónir kr., á 4,70%-4,74% flötum vöxtum. Engum tilboðum var tekið í 12 mánaða víxla að þessu sinni.

Stefnt er að því að víxlarnir verði teknir til viðskipta á Nasdaq Íslandi 20. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka haraldur.eidsson@arionbanki.is s: 856-7108.