Arion banki hf. lauk í dag útboði á þremur markflokkum sértryggðra skuldabréfa.
Heildareftirspurn í útboðinu var 1.300 m. kr. og fjöldi tilboða var 10.
Í verðtryggða flokkinn ARION CBI 48 barst 1 tilboð að nafnvirði samtals 40 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 2,83%. Tilboði í ARION CBI 48 var hafnað að þessu sinni.
Í verðtryggða flokkinn ARION CBI 25 bárust 6 tilboð að nafnvirði samtals 580 m.kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,58 - 2,64%. Öll tilboð í ARION CBI 25 var hafnað að þessu sinni.
Í óverðtryggða flokkinn ARION CB 22 bárust 3 tilboð að nafnvirði samtals 680 m. kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 6,05-6,10%. Öll tilboð í ARION CBI 22 var hafnað að þessu sinni.
Í heild hefur Arion banki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 112.720 m. kr. og þar af 20.800 m. kr á þessu ári.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka haraldur.eidsson@arionbanki.is s: 856-7108.