Þann 3. október 2017 var skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í Festi. Nú er endanlegu uppgjöri og greiðslu kaupverðs lokið og mun N1 taka við rekstri Festi á morgun, þann 1. september.
Kaupverð hlutafjár, að teknu tilliti til leiðréttingarákvæða í kaupsamningi, var 23.707 m.kr. og var það það annars vegar greitt með afhendingu 79.573.913 hluta í N1 á genginu 115, eða 9.151 m.kr., og hins vegar með 14.556 m.kr. í reiðufé . Nettó vaxtaberandi skuldir Festi í lok síðasta rekstrarárs, þann 28. febrúar 2018, námu 14.332 m.kr. Þar sem útreikningur á kaupverði miðast við 28. febrúar síðastliðinn, en endanlegt uppgjör fór fram í dag, þann 31. ágúst, voru greiddar 480 m.kr. í vexti vegna þess tímabils.
Samhliða greiðslu kaupverðs þá endurfjármagnaði N1 langtímaskuldir sínar með 20.200 m.kr. lántöku en gert er ráð fyrir að endurfjármögnun langtímaskulda Festi ljúki á 3. ársfjórðungi 2018 með lántöku að fjárhæð 13.500 m.kr.