Alda Credit Fund slhf. gaf út skuldabréfin ACF 15 1 sem tekin voru til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. á árinu 2016. Meðfylgjandi er árshlutareikningur 2018:
- Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 48,4 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
- Heildareignir námu 7.878 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
- Eigið fé nam 1.740 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
- Árshlutareikningurinn var kannaður af KPMG hf. Það er álit endurskoðanda að árshlutareikningurinn sé í öllum meginatriðum í samræmi við IAS 34 „Árshlutareikningar“.
Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, framkvæmdastjóri Alda Credit Fund slhf. í síma 854-1090.