Vísað er til tilkynningar Vátryggingafélags Íslands hf. frá 23. ágúst sl. um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Þar kom fram að endurkaupin, í þeim tilgangi að lækka hlutafé, væru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Félaginu barst í dag samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Með þessari tilkynningu er einnig leiðrétt hámarksmagn hvers viðskiptadags og verða þau 801.401 hlutir. Endanleg ákvörðun stjórnar er því eftirfarandi.
Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands hf. þann 22. mars 2018 var samþykkt að heimila stjórn, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutafé félagsins.
Stjórn VÍS hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé þess.
Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir eru að nafnverði kr. 26.500.000 hlutir, en það jafngildir um 1,36 % af útgefnu hlutafé félagsins. Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en kr. 300.000.000 Heimildin gildir til 31. desember 2018.
Endurkaupin verða gerð af Kviku banka hf. sem tekur allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Framkvæmd endurkaupaáætlunar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.
Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 801.401 hlutir sem var fjórðungur meðalveltu júlí mánaðar 2018. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.
Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í Kauphöll Íslands, hvort sem er hærra. VÍS á enga hluti í félaginu á þessum tímapunkti.
Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson í síma 660-5105 og í netfangi: fjarfestatengsl@vis.is.