Hluthafafundur verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins Korngörðum 2, Reykjavík, þann 6. september 2018 og hefst kl. 16:00.
Engar tillögur bárust frá hluthöfum.
Endanleg dagskrá fundarins:
Tilkynna ber um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir hluthafafund, eða fyrir kl. 16:00 laugardaginn 1. september 2018. Framboðum skal skila í höfuðstöðvar félagsins, Korngarða 2, eða á netfangið complianceofficer@eimskip.is
Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafundinn, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Nánari upplýsingar um fundinn má finna á fjárfestasíðu félagsins www.eimskip.com/investors
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á fundardegi.