N1 hefur hækkað hlutafé félagsins um 79.573.913 krónur. Er hlutafé félagsins nú 329.573.913 krónur. Er hækkunin gerð í tilefni af kaupum N1 á Festi hf. en hinir nýju hlutir eru hluti af kaupverðinu sem N1 greiðir SF V slhf. í samræmi við kaupsamning félaganna. Fær SF V slhf. hlutina framselda samhliða skráningu. Verða hlutirnir framseldir til eigenda SF V slhf. og munu endanlegir eigendur þeirra gangast undir sölubann á samanlagt 41.530.435 hlutum til 31. desember 2018. Munu hlutfallslega jafnmargir hlutir í eigu hvers endanlegs eigenda vera háðir sölubanni. Hlutirnir verða teknir til viðskipta í kauphöll 28. ágúst 2018.