Vísað er til fréttatilkynningar frá 24. júlí sl., um niðurstöður hluthafafundar sem samþykkti tillögu um lækkun hlutafjár félagsins um kr. 13.000.000, úr kr. 200.000.000 í kr. 187.000.000 að nafnverði með lækkun á eigin hlutum félagsins. Einnig er vísað til markaðstilkynningar Nasdaq Iceland í dag.
Hlutafjárlækkunin hefur nú komið til framkvæmdar.
Fyrir lækkun voru eigin hlutir 6,68% heildarhlutafjár, en eftir lækkunina eru eigin hlutir 0,19% heildarhlutafjár.
Hlutafé félagsins er nú kr. 187.000.000 að nafnverði, en eigin hlutir eru kr. 360.770 að nafnverði.
Viðhengi