Skiptiútboð fór fram hjá Lánamálum ríkisins kl 11:00 í dag þar sem boðin voru til sölu óverðtryggð ríkisbréf í flokkunum RIKB 20 0205 og í RIKB 28 1115 gegn kaupum á RIKB 19 0226.

Helstu niðurstöður á kaupum í RIKB 19 0226 gegn sölu á RIKB 20 0205:

Alls bárust 5 gild tilboð að fjárhæð 1.976 m.kr. að nafnverði í flokk RIKB 20 0205.  
Alls voru 5 gild tilboð tekin fyrir 1.976 m.kr. að nafnverði
Samþykkt verð er 101,855
Samtals var keypt í RIKB 19 0226  1.952 m.kr. að nafnverði

Helstu niðurstöður á kaupum í RIKB 19 0226 gegn sölu á RIKB 28 1115:

Alls bárust 6 gild tilboð að fjárhæð 950 m.kr. að nafnverði í flokk RIKB 28 1115.  
Alls voru 5 gild tilboð tekin fyrir 800 m.kr. að nafnverði
Samþykkt verð er 97,150
Samtals var keypt í RIKB 19 0226  759 m.kr. að nafnverði