Stjórn félagsins boðar til hluthafafundar í félaginu sem verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins Korngörðum 2, Reykjavík, þann 24. júlí 2018 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá fundarins:

  1. Tillaga um lækkun hlutafjár.
  2. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum.
  3. Önnur mál löglega upp borin.

Meðfylgjandi er fundarboð, drög að dagskrá og tillögum fundarins.

Skjöl sem lögð verða fyrir fundinn er að finna á vefsíðu félagsins www.eimskip.com/investors

Viðhengi