Skeljungur hf.: Uppfært fjárhagsdagatal 2018

Fjárhagsdagatal Skeljungs hf. 2018, sem birt var 14. desember 2017, hefur verið breytt.

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018: 28. ágúst 2018
Uppgjör 3. ársfjórðungs 2018: 13. nóvember 2018
Uppgjör 4. ársfjórðungs 2018 og ársuppgjör 2018: 26. febrúar 2019
Aðalfundur 2019:                    26. mars 2019

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 840-3002.

Skeljungur er olíufélag með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka undir merkjunum Skeljungur, Orkan og OrkanX. Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Á Íslandi  eru starfræktar 65 bensínstöðvar og 4 birgðastöðvar. Dótturfélagið Magn er rótgróið félag í Færeyjum sem rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar auk þess að reka 2 birgðastöðvar.  Magn þjónustar einnig og selur olíu til húshitunar til einstaklinga og fyrirtækja í Færeyjum. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.