Síminn hf. – Lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum

Á aðalfundi Símans hf. þann 15. mars 2018 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins til jöfnunar á eigin hlutum. Lækkunin nemur kr. 194.201.742 að nafnverði, eða sem nemur jafn mörgum hlutum. Eftir lækkunina er hlutafé félagsins kr. 9.250.000.000, sem skiptist í jafn marga hluti, hvern að nafnverði ein króna og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Lækkunin hefur ekki áhrif á hlutafé annarra hluthafa Símans hf.

Vísað er til tilkynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi Kauphallar þann 15. mars sl. þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar.  

Lögmæt skilyrði lækkunarinnar hafa verið uppfyllt og hefur hlutafjárlækkunin verið skráð í Fyrirtækjaskrá.